Bindiskyldan afnumin

Jæja, þá hefur bindiskyldan loksins verið afnumin. Þetta er kannski það sem redda á bönkunum í framtíðinni. Skyldi Seðlabankinn hafa misskilið hugtakið í gegnum árin? Grínlaust, slaufur, bindi eða fráhneppt ætti ekki að skipta svo miklu máli svo framarlega sem skynseminni er viðhaldið.
mbl.is Þingmenn læra góða siði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klofningur?

Það skyldi þó ekki vera kominn upp klofningur á Bessastöðum?

Án tillits til þess hvort Dorrit hefur rétt fyrir sér eða ekki finnst mér mjög umhugsunarvert út af fyrir sig ef forsetsfrúin getur bara tekið upp símann og ákveðið hvað kemur frá þessu æðsta embætti Íslands. Hvað verður næst?


mbl.is Dorrit segist lengi hafa varað við fjármálahruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rök óskast !

Öll umræða á blogginu er nú lituð af upphrópunum og fúkyrðum sem draga að mínu mati úr vægi málflutnings þeirra sem þannig skrifa. 

Hvað sem innlendu eða erlendu trausti varðar á stjórn Seðlabanka og hvort rétt sé að skipta eða ekki, verður nú samt að viðurkennast (þó erfitt sé fyrir marga) að Davíð rökstyður mál sitt. Hver eru haldbær rök Jóhönnu ? Lýsi eftir þeim.


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphrópanir og breytinga krafist !

Já, það er eins gott að ný stjórn standi sig og verði markviss. Reyndar vakna margar spurningar strax við vinsælar upphrópanir eins og "Seðlabankastjóra út!" og einnig "kyrrsetjum eignir auðmanna!". Svona populismi virkar á Austurvelli og er gott og gaman að taka undir, en þegar kemur að framkvæmdinni standa menn á gati. Vonandi er þetta ekki það sem koma skal, en ég óska samt sem áður nýrri stjórn svo sannarlega velfarnaðar og vona að þeim gangi vel að leysa úr vandamálum þjóðarinnar. Gefum Jóhönnu og kó a.m.k. tækifæri.

Fólk eins og við

Beinið reiði að því sem máli skiptir og þynnið ekki út málstaðinn með því að spilla gleði þeirra sem vinna sína vinnu, skrifstofufólki innan Seðlanbankans, né lögreglumönnum !


mbl.is Seðlabankanum mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinsælda-leiðangur ?!

Alveg eru þeir ótrúlegir! Sprengja upp almenning og halda að þeir séu velkomnir. Á meðan þeir króa fólk inni og gera innrás eru þeir nú í útrás leitandi að vinum og segja frá sinni hlið málsins. Þeir hafa kannski eitthvað til síns máls, en sú hlið verður þó sífellt dekkri og blóðugri.
mbl.is Heimsókn Ísraela til Íslands afþökkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sitja hjá !

Mikið er sorglegt að horfa uppá frú Rice sitja hjá við ályktun um þjóðarmorð. Þarna hefur "stórveldið" tækifæri á því að taka afstöðu og breyta framgangi mála á Gazasvæðinu. Maður horfir á fréttamyndir í sjónvarpi og blöðum og getur ekkert annað en setið hjá. Margir hafa þó gert gott betur og staðið hjá og mótmælt, gleymt kreppunni hér og sjálfum sér um stund. Þannig lagt sitt á vogarskálarnar til að mótmæla þessum óhugnanlegu og ömurlegu örlögum sem börn og fullorðnir á Gazasvæðinu þurfa að horfast í augu við.

Það er því grátlegt að þurfa að horfa á bleyðugang Bush og kó þegar kemur að aðgerðum til að stöðva blóðbaðið. Auðvitað eru tvær hliðar á öllum málum, líka þessu, en hins vegar finnst mér önnur hliðin verða dekkri og blóðugri með hverjum deginum sem líður.


mbl.is Ísraelar vara við árásum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hettusótt ?

Get ekki skilið af hverju fólk með svo sterkar skoðanir getur ekki komið fram og fylgt þeim eftir undir nafni og án þess að fela andlit sitt. Hvað hefur þetta fólk að hræðast?

Um bloggið

Fimmti

Höfundur

Þórður Vilberg Oddsson
Þórður Vilberg Oddsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...pback_whale

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband